Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lofnan og kvótakerfið

Ég hef lengi verið hlyntur kvóta kerfinu, það er ekki fullkomið kefi frekar en nokkurt annað en hefur marga kosti. Það er stundum sem þessari, þegar loðnan finnst ekki og búið er að skera niður þoskkvótann um þriðjung, sem kvótakerfið sýnir kosti sína. Þeir sem hafa nýtingaréttinn eru þeir sem taka á sig skellinn enda nýtingarétturinn vel skilgreindur.  Sjávarútvegurinn er ekkert frábrugðin öðrum greinum, sum árin eru mögur og önnur feit. Að kaupa kvóta er ekkert annað en fjárfesting í von, von sem getur brugðist til beggja átta. Þetta vita útgerðamenn og hafa reynt að haga fjárfestingum sínum til samræmis við það. Það eina jákvæða við fréttir af loðnuvertíðinni þessa dagana er að augu stjórnmálamanna og almennings munu opnast fyrir því að þó svo útgerðir eigi hvóta þá er fjárhagsleg áhætta hjá þeim mikil, frá ári til árs. 


Hvað er jafnrétti!

Á sunnudaginn var horði ég á Silfur Egils einusinni sem oftar. Ég verð að viðurkenna að ég vonaðist eftir skemmtilegum þætti þar sem femenistar ætluðu að mæta og útskýra sína baráttu og sjónarmið. Ég varð fyrir vonbriðum með þessa fulltrúa femenista. Þrátt fyrir að leggja mig mikið fram um að skilja hvað þær væru að segja, hver væru markmið þeirra og hvað kynjafræði snérist um, þá varð ég lítlu nær þegar þættinum lauk. Þær töluðu mikið og stundum hver í kapp við aðra en útkoman var frekar þunn. Það á að taka á öllu kynjamisrétti allstaðar og það eiga allir að taka þátt í því á öllum sviðum. Hvernig? Það var öllu flóknara. Reynar fékk ég aldrei almennilegan botn í það hvernig það átti að átti að gerast.

Nú halda einhverjir að ég reyna traðka jafnrétti kynjana niður í svaðið með þessum skrifum mínum en svo er ekki. Ég ég hef selt fleiri happdrættismiða í þágu kvenna en þessar þrjár konur til samans og ekki ólíklegt að ég sé oftar búinn að hella upp á kaffi og vaska upp bolla á kvennréttindafundum en þessar ágætu konur. Á tímabili kunni ég stefnuskrá kvennalistans betur en faðirvorið.

Á þeim tíma sem ég gekk á milli einstaklinga og reyndi að selja þeim happdrættismiða Kvennalistans sáluga þurfti ég að læra flótt hvernig fljótast væri að selja miðana og hverjir voru líklegastir til að kaupa þá. Sjómenn sem voru nýkomnir í land og strákarnir á vörubílunum voru alltaf stór viðskiptahópur. Framkvæmdastjórar og forstjórar fyrirtækja voru nokkuð traustur viðskiptahópur. Þar sem ég upplifði mig stundum eins og lítlastúlkuna með eldspíturnar velt ég því fyrir mér hvers vegna konur væru svona tregar til að kaupa af mér miða. Var það vegna þess að ég var strákur eða höfðu þær einfaldlega ekki áhuga til að styrkja þennan málstað. Hvort sem það var þá breytti það ekki sölutölunum, yfir 80% þeirra sem keyptu af mér happdrættismiðana voru karlmenn.

Samtíminn lýsir sér hvað best í því að í dag er jafnrétti mælt í peningum, ef karlmaður er með 450.000 í laun fyrir ákveðið starf þá ber konu í sambærilegu starfi að vera með sömu laun. Hvað um manninn sem vinnur sömu vinnu og 450.000 maðurinn enn er samt greidd lægri laun, undir hvað flokkast hans mismunun? Mér fyndist að sannir femenistar ættu að beyta megninu af sínum kröftum í að berjst fyrir hækkun lægstu launa í landinu, ferkar en að deila um það hvort jafnrétti sé milli meðaltekju og hátekjufólks. Lægstu laun í landinu eru greidd í " hefðbundnum kvennastörfum" Tækist femenistum að knýja fram einhverja breytingu þá þá vegu að látekjufólk fengi mannsæmandi laun þá fyndist mér að þeim hefði vel tekist upp í jafnréttisbaráttunni og mættu bera höfuðið hátt.

Í jafnréttissamfélagi hlýtur það að teljast merkilegt að það dýrmætasta í lífi okkar, börnin okkar, lendi nánast alltaf undir forræði móður þegar farið er í forræðisdeilur. Lögmenn, sumir hverjir, ráðlegja feðrum að reyna ekki einusinni að fara í forræðisdeilu þar sem það sé sóun á peningum og sé mjög hæpið til að skila árangri. Er þá ekki innbyggð alvarleg kynjamismunun í dómskerfinu? Er hugsanlegt að kynjamisnununn sé hverji meiri en í skoðunum okkar til fjölskyldunar


Um bloggið

Tralli

Höfundur

Vilberg Tryggvason
Vilberg Tryggvason
Bjartsýnn tæknifræðingur með óbilandi trú á íslendingum og íslenskum atvinnugreinum hverjar sem þær eru.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 440

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband