Hafi ég eða nokkur annar efast um hverra manna ég er þá er það á hreinu ;)

NiðurstaðaBorgarahreyfingin, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin - grænt framboð sendu inn svör við spurningum áttavitans. Svör Samfylkingarinnar voru unnin út frá stefnuskrá flokksins. Lýðræðishreyfingin telur sér sé skylt að virða meirahluta niðurstöður kjósenda um öll mál, þar af leiðandi eru talsmenn hennar persónur þar sem hver talar fyrir sig, svör hennar eru því alltaf hvorki né.

Doctor Gun í fangelsi

Stundum bloggarmanni sér til skemmtunar og stundum til að létta á sínum hugsunum, í dag er það ábyggilega það seinna.

Doctor Gun var einn af mínum uppáhalds kennurum í Tækniháskólanum, sennilega vegna þess hvað mér fannst hann hafa mikinn áhuga á efninu sem hann kenndi og hvað honum var mikilvægt að koma því til nemenda sinna. Hann hafði jafnframt mikinn áhuga á að koma upp aðstöðu til verklegrar kennslu í því fagi sem hann kenndi. Ég bar mikið traust til hans og hefði ekki treyst honum til okkurs ílls. Þetta segir kannski meira um mig en hann en það verður þá bara að vera svo.

Mér var því verulega brugðið þegar ég frétti að hann væri kominn í gæsluvarðhald og fyrir hvað hann hrepptur í varðhald fyrir. Aumingja Doctor Gun að vera þessi ólánsami maður.

Ég skil hinsvega enganvegin hvers vegna dætur hans eru teknar frá móður sinni. Tek það fram að það má vel vera að það sé hennar eigin ósk í ljósi aðstæðna. Áfall konunar hlýtur að vera hrikalegt og tilfinningin fyrir vanmættinum skelfileg. Ég hefði haldið að móðirin væri það eina haldbæra reipi sem þær hefðu ef hún treystir sér til að annast þær. Aldrei þessu vant þá vona ég að það sé fleipur sem stendur í DV um að ekki sé víst að móðir þeirra fái þær ekki í bráð.


Hvað er að gerast í orku og umhverfismálum

Ég er farinn að halda að íslenska þjóðin hafi það of gott. Það er eins og ákveðinn hluti þóðarinna telji að það þurfi heinlega engan til að framleiða matvæli eða orku, það sé einfaldlega hægt að lifa á því að selja hvoru örðru varning, menningu, listir og þjónustu. Það þarf að skapa verðmæti til að eignast verðmæti. Fyrir þá sem ekki vita þá kostar það fórnir að lifa í velferðarþjóðfélaginu Ísland, þar sem engin hungursneið og engin kuldi er nema af sjálfskapaðir ógæfu. Meira að segja íslenskt óregglufólk getur losnað undan hvorutveggja, takist þeim að halda sig frá fikniefnum og bakusi.

Mér finsnt vera kominn tími á að taka rafmagnið og heita vatnið af þjóðinni í einn dag þetta sumarið, þó ekki væri nema til að opna augu mín og allra hinna fyrir því hvað við erum háð þessum tveimur orkugjöfum. 

Kárahnúkavirkjun átti að vera skipulasslys, eyðileggja tækifæri til að byggja upp ferðaþjónustu að ekki sé talað um öll neikvæðu áhrifin af því að atvinnutækifærum stór fjölgaði á skömmum tíma. Niðurstaðan:

Það fara langt um fleirri upp á Krahnúka, í dag en hefðu geta gert það fyrir sex árum síðan. Þangað fer hver rútan á fætur annari dag eftir dag til að skoða íslenska náttúru og hugvit á eina og sama staðnum. Einhvernvegin tókst forsvarsmönnum álversins að ná þokkalega góðri kynjaskiptingu bæði í undir og yfirmanna stöðum .Á sama tíma virðist þeim hafa tekist mjög vel að ráða til sín íslenskra starfsmenn. Neikvæðu áhrifin urðu því minnihátar bæði hvað varðar fólk og dýr.

Hvernig fór svo með Bitruvirkun, flautuð af vegna þess að almanahagsmunir voru ekki látnir ráða heldur umhverfishagsmuni sem hreinlega virðast ekki ganga með almannahagsmunum. Höfum vit á aö skammast okkar fyrir að nýta ekki alla þá orku sem er til staðar bara vegna þess að það hentar ekki aðilum. 

 


Lofnan og kvótakerfið

Ég hef lengi verið hlyntur kvóta kerfinu, það er ekki fullkomið kefi frekar en nokkurt annað en hefur marga kosti. Það er stundum sem þessari, þegar loðnan finnst ekki og búið er að skera niður þoskkvótann um þriðjung, sem kvótakerfið sýnir kosti sína. Þeir sem hafa nýtingaréttinn eru þeir sem taka á sig skellinn enda nýtingarétturinn vel skilgreindur.  Sjávarútvegurinn er ekkert frábrugðin öðrum greinum, sum árin eru mögur og önnur feit. Að kaupa kvóta er ekkert annað en fjárfesting í von, von sem getur brugðist til beggja átta. Þetta vita útgerðamenn og hafa reynt að haga fjárfestingum sínum til samræmis við það. Það eina jákvæða við fréttir af loðnuvertíðinni þessa dagana er að augu stjórnmálamanna og almennings munu opnast fyrir því að þó svo útgerðir eigi hvóta þá er fjárhagsleg áhætta hjá þeim mikil, frá ári til árs. 


Hvað er jafnrétti!

Á sunnudaginn var horði ég á Silfur Egils einusinni sem oftar. Ég verð að viðurkenna að ég vonaðist eftir skemmtilegum þætti þar sem femenistar ætluðu að mæta og útskýra sína baráttu og sjónarmið. Ég varð fyrir vonbriðum með þessa fulltrúa femenista. Þrátt fyrir að leggja mig mikið fram um að skilja hvað þær væru að segja, hver væru markmið þeirra og hvað kynjafræði snérist um, þá varð ég lítlu nær þegar þættinum lauk. Þær töluðu mikið og stundum hver í kapp við aðra en útkoman var frekar þunn. Það á að taka á öllu kynjamisrétti allstaðar og það eiga allir að taka þátt í því á öllum sviðum. Hvernig? Það var öllu flóknara. Reynar fékk ég aldrei almennilegan botn í það hvernig það átti að átti að gerast.

Nú halda einhverjir að ég reyna traðka jafnrétti kynjana niður í svaðið með þessum skrifum mínum en svo er ekki. Ég ég hef selt fleiri happdrættismiða í þágu kvenna en þessar þrjár konur til samans og ekki ólíklegt að ég sé oftar búinn að hella upp á kaffi og vaska upp bolla á kvennréttindafundum en þessar ágætu konur. Á tímabili kunni ég stefnuskrá kvennalistans betur en faðirvorið.

Á þeim tíma sem ég gekk á milli einstaklinga og reyndi að selja þeim happdrættismiða Kvennalistans sáluga þurfti ég að læra flótt hvernig fljótast væri að selja miðana og hverjir voru líklegastir til að kaupa þá. Sjómenn sem voru nýkomnir í land og strákarnir á vörubílunum voru alltaf stór viðskiptahópur. Framkvæmdastjórar og forstjórar fyrirtækja voru nokkuð traustur viðskiptahópur. Þar sem ég upplifði mig stundum eins og lítlastúlkuna með eldspíturnar velt ég því fyrir mér hvers vegna konur væru svona tregar til að kaupa af mér miða. Var það vegna þess að ég var strákur eða höfðu þær einfaldlega ekki áhuga til að styrkja þennan málstað. Hvort sem það var þá breytti það ekki sölutölunum, yfir 80% þeirra sem keyptu af mér happdrættismiðana voru karlmenn.

Samtíminn lýsir sér hvað best í því að í dag er jafnrétti mælt í peningum, ef karlmaður er með 450.000 í laun fyrir ákveðið starf þá ber konu í sambærilegu starfi að vera með sömu laun. Hvað um manninn sem vinnur sömu vinnu og 450.000 maðurinn enn er samt greidd lægri laun, undir hvað flokkast hans mismunun? Mér fyndist að sannir femenistar ættu að beyta megninu af sínum kröftum í að berjst fyrir hækkun lægstu launa í landinu, ferkar en að deila um það hvort jafnrétti sé milli meðaltekju og hátekjufólks. Lægstu laun í landinu eru greidd í " hefðbundnum kvennastörfum" Tækist femenistum að knýja fram einhverja breytingu þá þá vegu að látekjufólk fengi mannsæmandi laun þá fyndist mér að þeim hefði vel tekist upp í jafnréttisbaráttunni og mættu bera höfuðið hátt.

Í jafnréttissamfélagi hlýtur það að teljast merkilegt að það dýrmætasta í lífi okkar, börnin okkar, lendi nánast alltaf undir forræði móður þegar farið er í forræðisdeilur. Lögmenn, sumir hverjir, ráðlegja feðrum að reyna ekki einusinni að fara í forræðisdeilu þar sem það sé sóun á peningum og sé mjög hæpið til að skila árangri. Er þá ekki innbyggð alvarleg kynjamismunun í dómskerfinu? Er hugsanlegt að kynjamisnununn sé hverji meiri en í skoðunum okkar til fjölskyldunar


Ungbarnaþrælkunin

Mikið afskaplega er ég fegin að barnaverndaryfirvöld sjá ekki til mín þessa dagana. Ég yrði án efa sviftur forræðinu yfir barninu mínu og sendur í endurhæfingu feðra. Þó Emil sé ekki nema rúmlega 10 vikna er hann farinn að taka snar þátt í vinnunni minni. Hann fer með mér í eftirlitsferðir hvernig sem viðrar, lætur sér ekki muna um að skreppa inn í rykugar og óhollar kompur, síðast enn ekki síst finnst honum fínt að tala við fólk sem er nýbúið að reykja. Hann hefur semsagt verið í ungbarnaþrælkun, nánast frá fæðingu. Í Framhaldi af öllu þessi flandri okkar feðga fór ég að velta því fyrir mér hvernig drengnum líkaði þetta. Það undarlega er að hann kvartar aldrei og ef hann verður þreyttur þá bara leggur hann sig þar sem hann er staddur þá stundina. Eina neyðarlega atvikið sem upp hefur komið fram að þessu var þegar dreingurinn gerði sér lítið fyrir og slefaði, í orðsins fyllstu merkingu, yfir þýstinn barm á ungri konu. Hafði konan verið svo almennileg að halda á drengnum meðan faðir hans var að skoða teikningar hjá Byggingafulltrúanum í Reykjavík.  Ég hef nú heitið móður hans að láta hann ekki mæta í vinnu með mér nema hámar einusinni í viku og þá í skammann tíma í einu. Batnandi feðrum er best að lifa Crying

Hvers á ég að gjalda að vera íslendingur í eigin landi

Varðandi innflytjendur og önnur sjónarmið hef ég vellt þvi töluvert fyrir mér hvenar ég sýni tillitssemi og hvenar ég er farinn að láta vaða yfir mig.

Þegar ég fer á sjúkrahús, eins og ég þurfti töluvert að gera fyrir nokkrum mánuðum síðan var ég vinnsamlegast beiðinn um að fara úr skóm og utanyfirflíkum og þrífa á mér hendurnar með dauðhreinsandi spritti. Mér finnst þetta eðlilegur hluti á spítölum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Ég á því erfitt með að sætta mig við að einstaklingar, bæði starfsfólk og gestir, fái að fara óáreitt um spítalann með slæður og túrban í skjóli trúarinnar. 

Ég hef heldur ekki nokkurn skilning á því hvers vegna draga þarf, íslensku útáguna, af tíu litlu negrastrákunum niður í svaðið. Þó suma bandarísku útgáfurnar séu fremur ógeðfeldar þá finnst mér sú íslenska síður en svo vera það. Að bera þessar tvær útgáfur saman finnst mér eins og að bera klámútgáfur að "Mjallhvít og dergarnir sjö" saman við orginalinn.

Svo er það ritfrelsið sem við íslendingar höfum lengi búið við. Nú ber okkur nánast að ritskoða greinar okkar með tilliti til þess hvort þær geti hugsanlega sært þá sem eru annarar trúar en þorri íslendingar eða hafa aðra lífsín en þeir.

Síðast enn ekki síst finnst mér að allir þeir sem búa og starfi á íslandi verði að gera sér grein fyrir því að hér á landi eru landslög hafin yfir öll önnur lög, alla siði og allar venjur sem annarsstaðar tíðkast, hvort sem þær eru trúarlegar eða félagslegar.

Þeir sem ekki geta virt líðræðis og  fjöllmenningarsambandið Ísland,  og farið íslenskum lögum og virt íslenska menningu, hljóta að þurfa finna sér annan dvalarstað en Klakann.


Af skírn og öðrum stórviðburðum

Það hefur lengi verið til siðs að skíra börn og út af þeirri vengju var ekki breytt á mínu heimili. Þann 10. nóvember var frumburðurinn á heimilinu skírður með pompi og pragt. Fór þessi stórviðburður fram í Hrunakirkju, sem er passlega stór fyrir svona fjölskylduviðburði. Á eftir var haldið heljarinnar kaffisamsæti og vona ég að allir hafi varið vel mettaðir heim eins og siður er í sveitum.

 Þessi yndælisdagur var þó bara lognið á undan storminum. Næsta dag var húsbóndinn dotinn í flensu með eyrnabólgu og tilheyrandi skemmtidagskrá. Þegar þetta gerðist rifjaðist upp fyrir mér hvað það er afskaplega leiðinlegt að vera veikur. Þar af leiðandi virðist ég nánast aldrei verða veikur og er núna ábyggilega yfir áratug síðan ég varð það síðast. Ég hef porðið slappur á þessum tíma, en hver hefur ekki orðið það, bara svo framarlega sem það verður ekki verra en það er allt í lagi.

Ég hef aldrei haft þá nennu í mér að segjast vera veikur þegar ég hef verið ílla fyrir kallaður í vinnu eða skóla. Að vera veikur er hreinlega það leiðinlegasta sem ég veit og er mikið til þess vinnandi að forðast þessar aðstæður. Eyrnabólgan er það versta og hélt ég satt best að segja að ég væri kominn yfir hana fyrir fullt og allt, en vitið menn, lengi er von á einni. Ég vona bara að frumburðurinn, hann Emil, þurfi aldrei að burðast með eyrnabólguna, þar sem það er skelfilegt að halda henni niðri sé hún á annaðborð komin í litlu eyrun.

Nú er ég semsagt kyrrsettur heima hjá mér næstu daga vegna veikinda og mun það falla í hlut Emils að skemmta mér þannig að ég haldi geðheilsunni allavega á meðan.Wink


10 litlir negrastrákar og allir hinir!

Í öllu negrafárinu undanfarna daga er ég búinn að vera velta fyrir mér um hvað þessi deila snýst. Er orðið negri niðurlægjandi, eru negrastrákarnir látnir vera vitlausir eða er það að þeir skuli allir vera eins sem er svona niðurlægjandi? Ég veit ekki um ykkur hin en ég, þrátt fyrir að vera kominn á fertugsaldur, hef ekki enn áttað mig á hvað er niðrandi í þessari sögu. Sannast sagna þá finnst mér íslenska þjóðin verða sér til skammar með fári yfir saklausri barna bók.

Er virkilega ekkert þarfara málefni að taka á en að banna sígilda barna bók. Þarf þá ekki að banna Grímsævintýri og önnur sígild ævintýri þar sem fjallað um vondar stjúpur, slæmar systur og hræðilegar konur sem reka munaðarleysingjahæli.

Umburðarkyndi, aðlögunarhæfni og gestrisni íslendingar gagnvart ólíku fólki og menningu á sér fá fordæmi. Fyrir um tveimur áratugum kom megnið af erlendu vinnuafli til Íslands til að vinna í fisk, í dag kemur fólk til að vinna í flest öllum atvinnureinum sem fyrir finnast á landinum. Það verður þó að gæta þess að gestrisnin breytist ekki í undanlátssemi.

Það gilda ákveðin lög á Íslandi og við höfum okkar hefðir, hvorugu þessu á að þurfa að fórna til að aðlagast erlendir menningu og siðum. Þeir einstaklingar sem vilja sækja okkur heim og búa hjá okkur verða að aðlaga sig íslensku samfélagi og opinskánni íslenskir umærðu án þess að telja það móðgun við sig og sína siði.  Á íslandi tíðkast lítil sem engin stéttaskipting, hér velja einstaklingar sér sjálfir maka og hér eru landslög æðri trúarlögum, þrátt fyrir trúfrelsi.

Hér gerum við jafn mikið grín að nágrannanum og okkur sjálfum og breytir engu hvort hann er íslendingur eða innflytjandi, svartur, hvítur eða gulur. Hér tíðkast að gera grín að æðstu ráðamönnum þjóðarinnar, opinberlega.

Ég veit ekki um ykkur en engu af ofantöldu langar mig að breytist þó ég telji að fjölþjóðasamfélagið á Íslandi sé einn af okkar styrkleikum. 


Dönsku kostningarnar

Nú hafa danir ákveðið að ganga til kostninga eftir 20 daga. Mér fyndist að við Íslendingar ættum að taka þá til fyrirmyndar þannig að við séum ekki að eyða of miklum tíma í þetta hverju sinni. Enn það er líka fleirra sem við ættum að taka til fyrirmyndar. Danskir þíngmenn og ráðherrar segja af sér ef þeir gera einhvern skandal eða brjóta sér í starfi. Þrátt fyrir að íslenski embætismenn teljist ekki spilltir þá er það lítil afsökun fyrir því að taka ekki fulla ábyrgð á gjörðum sínumPinch


Næsta síða »

Um bloggið

Tralli

Höfundur

Vilberg Tryggvason
Vilberg Tryggvason
Bjartsýnn tæknifræðingur með óbilandi trú á íslendingum og íslenskum atvinnugreinum hverjar sem þær eru.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband