Ungbarnaþrælkunin

Mikið afskaplega er ég fegin að barnaverndaryfirvöld sjá ekki til mín þessa dagana. Ég yrði án efa sviftur forræðinu yfir barninu mínu og sendur í endurhæfingu feðra. Þó Emil sé ekki nema rúmlega 10 vikna er hann farinn að taka snar þátt í vinnunni minni. Hann fer með mér í eftirlitsferðir hvernig sem viðrar, lætur sér ekki muna um að skreppa inn í rykugar og óhollar kompur, síðast enn ekki síst finnst honum fínt að tala við fólk sem er nýbúið að reykja. Hann hefur semsagt verið í ungbarnaþrælkun, nánast frá fæðingu. Í Framhaldi af öllu þessi flandri okkar feðga fór ég að velta því fyrir mér hvernig drengnum líkaði þetta. Það undarlega er að hann kvartar aldrei og ef hann verður þreyttur þá bara leggur hann sig þar sem hann er staddur þá stundina. Eina neyðarlega atvikið sem upp hefur komið fram að þessu var þegar dreingurinn gerði sér lítið fyrir og slefaði, í orðsins fyllstu merkingu, yfir þýstinn barm á ungri konu. Hafði konan verið svo almennileg að halda á drengnum meðan faðir hans var að skoða teikningar hjá Byggingafulltrúanum í Reykjavík.  Ég hef nú heitið móður hans að láta hann ekki mæta í vinnu með mér nema hámar einusinni í viku og þá í skammann tíma í einu. Batnandi feðrum er best að lifa Crying

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tralli

Höfundur

Vilberg Tryggvason
Vilberg Tryggvason
Bjartsýnn tæknifræðingur með óbilandi trú á íslendingum og íslenskum atvinnugreinum hverjar sem þær eru.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband