22.2.2008 | 12:52
Lofnan og kvótakerfið
Ég hef lengi verið hlyntur kvóta kerfinu, það er ekki fullkomið kefi frekar en nokkurt annað en hefur marga kosti. Það er stundum sem þessari, þegar loðnan finnst ekki og búið er að skera niður þoskkvótann um þriðjung, sem kvótakerfið sýnir kosti sína. Þeir sem hafa nýtingaréttinn eru þeir sem taka á sig skellinn enda nýtingarétturinn vel skilgreindur. Sjávarútvegurinn er ekkert frábrugðin öðrum greinum, sum árin eru mögur og önnur feit. Að kaupa kvóta er ekkert annað en fjárfesting í von, von sem getur brugðist til beggja átta. Þetta vita útgerðamenn og hafa reynt að haga fjárfestingum sínum til samræmis við það. Það eina jákvæða við fréttir af loðnuvertíðinni þessa dagana er að augu stjórnmálamanna og almennings munu opnast fyrir því að þó svo útgerðir eigi hvóta þá er fjárhagsleg áhætta hjá þeim mikil, frá ári til árs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tralli
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já en var ekki kvótakerfið sett á til að efla fiskistofnana?
Vigfús Davíðsson, 22.2.2008 kl. 21:58
Jú að sjálfsögðu enda var þá sú tíðinn að menn veiddu umtalsvert af Hval. Ég er þeirrar skoðunar að annað hvort verða menn að nýta alla fæðukeðjuna í sjónum eða ekkert af henni til að halda sem bestu jafnvægi. Mér fyndist t.d. að við ættum að veiða umtalsvert af sandreið og langreið á hverju ári, þó svo ekki væri hægt að gera neitt við þá annað en að selja þá í bærðslu.
Svo eru flottrollin sé kafli fyrir sig sem ég treysti mér ekki til að rökræða til fulls þar sem ég hef ekki sjálfur tekið þátt í þesskonar veiðum. Aftur á móti þá virðast sjómenn, sem ég hef rætt þetta við, verið nokkuð sammála um að þetta séu gereyðingartæki sem hreinsa upp hverja einustu örðu sem fyrir opið á þeim kemur. Kannski ættum við af bannað þau, rétt eins og við bönnuðum nótaveiðar á sílda hér á árum áður.
Vilberg Tryggvason (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.