30.10.2007 | 22:35
10 litlir negrastrákar og allir hinir!
Í öllu negrafárinu undanfarna daga er ég búinn að vera velta fyrir mér um hvað þessi deila snýst. Er orðið negri niðurlægjandi, eru negrastrákarnir látnir vera vitlausir eða er það að þeir skuli allir vera eins sem er svona niðurlægjandi? Ég veit ekki um ykkur hin en ég, þrátt fyrir að vera kominn á fertugsaldur, hef ekki enn áttað mig á hvað er niðrandi í þessari sögu. Sannast sagna þá finnst mér íslenska þjóðin verða sér til skammar með fári yfir saklausri barna bók.
Er virkilega ekkert þarfara málefni að taka á en að banna sígilda barna bók. Þarf þá ekki að banna Grímsævintýri og önnur sígild ævintýri þar sem fjallað um vondar stjúpur, slæmar systur og hræðilegar konur sem reka munaðarleysingjahæli.
Umburðarkyndi, aðlögunarhæfni og gestrisni íslendingar gagnvart ólíku fólki og menningu á sér fá fordæmi. Fyrir um tveimur áratugum kom megnið af erlendu vinnuafli til Íslands til að vinna í fisk, í dag kemur fólk til að vinna í flest öllum atvinnureinum sem fyrir finnast á landinum. Það verður þó að gæta þess að gestrisnin breytist ekki í undanlátssemi.
Það gilda ákveðin lög á Íslandi og við höfum okkar hefðir, hvorugu þessu á að þurfa að fórna til að aðlagast erlendir menningu og siðum. Þeir einstaklingar sem vilja sækja okkur heim og búa hjá okkur verða að aðlaga sig íslensku samfélagi og opinskánni íslenskir umærðu án þess að telja það móðgun við sig og sína siði. Á íslandi tíðkast lítil sem engin stéttaskipting, hér velja einstaklingar sér sjálfir maka og hér eru landslög æðri trúarlögum, þrátt fyrir trúfrelsi.
Hér gerum við jafn mikið grín að nágrannanum og okkur sjálfum og breytir engu hvort hann er íslendingur eða innflytjandi, svartur, hvítur eða gulur. Hér tíðkast að gera grín að æðstu ráðamönnum þjóðarinnar, opinberlega.
Ég veit ekki um ykkur en engu af ofantöldu langar mig að breytist þó ég telji að fjölþjóðasamfélagið á Íslandi sé einn af okkar styrkleikum.
Um bloggið
Tralli
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi grein var að byrtast í morgun að mér sýnist og er nokkuð góð.
http://kristjanb.blog.is/blog/kristjanb/#entry-352195
Vilberg Tryggvason (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.